Pirelli Winter Chrono

Pirelli Chrono sendibíladekk stor vefmynd
Winter Chrono dekkið frá PIRELLI er níðsterkur negldur vetrarbarði. Dekkið er með aukna höggvörn á hliðum ásamt tvöföldu belgþráðarlagi sem styrkir það enn frekar og gúmmíblandan, bæði í belg og bana, hefur mikla mótstöðu gegn skurðum og skrámum. Átaks og hemlunargrip er í sérflokki enda negldur og þar að auki státar Pirelli Winter Chrono af miklum fjölda flipa.

Winter Chrono dekkið er stefnuvirkt með frábæru gripi til vetraraksturs og með mjög góða aksturseiginleika. Dekkið er sérstaklega hannað fyrir minni og meðalstóra sendibíla og er stöðugur og sterkur vinnuhestur sem hægt er að treysta á í snjó, á ís, í slabbi og slyddu. Winter Chrono getur borið mikinn þunga en er jafnframt þægilegt í akstri. PIRELLI Winter Chrono er örugg lausn á sendibílinn í vetrarófærðina.

ATH. til að tryggja að naglarnir sitji sem fastast í naglagatinu þá þarf alltaf að tilkeyra öll nagladekk fyrstu 500 km. að minnsta kosti. Það gerir þú best með því að...
1. Forðast að hemla snögglega.
2. Forðast spól og snöggar inngjafir (hröðun).
3. Forðast hraðar og snöggar breytingar á akstursstefnu.

Performance  Pirelli Chrono:

  Ýmislegt